Um Orange Café

Við opnum klukkan 8 á morgnana og það er góð byrjun á deginum að koma við í staðgóða morgunhressingu hjá okkur. Við bjóðum til dæmis upp á morgunmat og gríska jógúrt ásamt grænum djúsum og sterku engiferskoti.

 

Við erum með hádegisverðaseðillinn í stöðugri þróun með spennandi rétti á boðstólum alla daga. Súpurnar eru matamiklar. Þar fyrir utan bjóðum við upp á samlokur, croissant og fleira góðgæti. Kökur og handgert eðalkonfekt frá belgíska framleiðandanum Leondias, svo eitthvað sé nefnt.

 

Við leggjum mikið upp úr notalegri stemningu og að Café Orange sé þægilegur viðkomustaður í amstri dagsins, tilvalið til funda, tylla sér með tölvuna og tengjast ókeypis interneti eða bara til þess að slaka aðeins á og hlaða batteríin.

 

Við viljum að Café Orange sé frábær byrjunarreitur á hverjum degi og þægileg endastöð að kvöldi. Happy hour er allann daginn hjá okkur frá því við opnum. 

 

Við tökum þér fagnandi þegar þú kíkir við hjá okkur og vitum að þú átt eftir að koma aftur og aftur.

 

SJÁUMST – ÞÚ SÉRÐ EKKI EFTIR ÞVÍ

Hvað finnst fólki um Orange Café

1

Frábær staðsetning og létt að fá stæði. Góðar veitingar og gott verðlag. Kaffið með því besta sem ég hef fengið lengi.

2

The food is delicious and the atmosphere is relaxed and cozy...Love it 

3

Framsetningin á matnum er frábær, kann að meta svona metnað, og það skemmir ekki hvað hann bragðast vel. 
Starfsfólkið er vingjarnlegt og skemmtilegt
Mæli 100% með að kíkja þarna í hádegismat!, og eginlega bara hvenær sem er!

©2019 ORANGE CAFÉ - CAPPUCCINO EHF.